Skilmálar
Tilboð
Verðtilboð er byggt á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendum viðmiðunarmyntum á útgáfudegi tilboðs. Réttur er áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.
Tilboðshafi skal fara vel yfir tilboðið og sjá til þess að vöruinnihald tilboðs sé til samræmis við það sem umbeðið er.
Geri tilboðshafi ekki athugasemdir við vörur í tilboði skal líta svo á að um fullgilt tilboð sé að ræða og í samræmi við umbeðnar vörur.
Samþykkjandi tilboðs getur ekki borið fyrir sig neitt varðandi ástand og gæði vöru sem hann þekkti til eða átti að þekkja til þegar tilboðið var gert. Hafi hann skoðað vöruna fyrir kaupin eða látið það undir höfuð leggjast þrátt fyrir áskoranir, getur hann ekki borið fyrir sig neitt það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun
Sérpöntuð vara er ekki pöntuð fyrr en bindandi samningur er kominn á milli aðila
Bindandi samningur er kominn á þegar skriflegt tilboð hefur verið samþykkt af móttakanda, hvort sem er munnlega, með undirskrift eða staðfestingu í tölvupósti, enda felist í því gagnkvæm skuldbinding, annars vegar um greiðslu kaupverðs og hins vegar um afhendingu vöru.
Tilboðsverð einstakra vara miðast við að allir vöruliðir tilboðsins séu keyptir sem og heildarmagn.
Verðútreikningar
Ef verðútreikningar tilboðs reynast rangir, áskilur Jóhann Ólafsson & Co. h.f. sér rétt til leiðréttingar á tilboðsverðum frá dagsetningu tilboðs þar til sölumaður hefur gengið frá sölupöntun í samráði við viðskiptavin.
Afhending
Söluverð miðast við að varan sé afgreidd af lager fyrirtækisins í Reykjavík. Annar flutningskostnaður fellur á viðskiptavin ef ekki hafi verið um annað samið.
Athugasemdir vegna einstakra vörusendinga þurfa að hafa borist innan tveggja daga frá móttöku, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina.
Gildistími
Gildistími tilboða er 1 mánuður frá dagsetningu þess. Að þeim tíma loknum skal endurskoða alla liði tilboðsins og endurreikna þá.
Jóhann Ólafsson & Co. áskilur sér rétt til verðbreytinga vegna gengisbreytinga.